Heiðrún Ágústsdóttir bauð til veislu í gær. Það var glæsileg veisla. Tilefnið var útskrift hennar sem stúdents frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þaðan kom hún verðlaunuð fyrir frábæran árangur í íslensku og öðrum valgreinum. Verðlaunin voru bókagjöf og viðurkenningarskjal.
Stúdentspróf er ávalt siguráfangi. Einskonar mælikvarði á hvað í fólki býr og hvað því tókst að vinna úr hæfileikunum. Áfanginn opnar ýmsar leiðir inn í framtíðina og það sem enn meira er um vert þó, er, að menntunin og möguleikar hennar, styrkja sjálfsmynd ungmennanna og hvetja þau til frekari dáða.
Frá vinstri: Marta, Óli, Sigríður, Hanna, Heiðrún og Ágúst.
Það er ánægjulegt að fá að taka þátt í gleði þess og fjölskyldna þeirra. Ömmur og afar samgleðjast innilega og njóta sín einlæglega innan um hópinn, sem samfagnar hinum nýja stúdent. Bestu kveðjur og árnaðaróskir til Heiðrúnar og fjölskyldu hennar með þakklæti fyrir ánægjulega samverustund.
Læt þetta fylgja í lokin:
„If we value the pursuit of knowledge, we must be free to follow wherever that search may lead us. The free mind is not a barking dog, to be tethered on a ten-foot chain.“
Adlai E. Stevenson Jr. Speech at the University of Wisconsin, Madison, 1952.