Um hádegisbil í gær leit ég út um glugga upp úr blöðum og bókum og fegurðin í litunum sem við blöstu kölluðu mig út í bókstaflegri merkingu.
Í skjóli við ungan birkibol…
Það var um sjöleytið í gærmorgun. Ég fór í örstutta gönguferð í kringum litla kofann okkar. Í skjóli við einn útvörðinn gat að líta þessa stjúpu, skærgula og glæsilega. Hún verkaði eins og ljósgjafi fyrir daginn sem reyndist verða einn af þeim ljúfustu á sumrinu. Þó var norðaustan tíu til fimmtán og hitinn aðeins sjö gráður.
Nostos, blóm og myndir
Liðin helgi einkenndist af veðurblíðu. Við nutum þess út í æsar, gamla settið, uppi í Borgarfirði að vanda. Þangað leitum við sífellt. Kannski er það nostalgía, nostos á grísku, að snúa heim eða til baka. Eða þá þrá eftir endurhljómi tilfinninga sem hófust í æsku og bjó um sig í hjörtunum. Það er ekki einfalt að orða þetta.
Kappróður í rigningu
Það er ekki nema sjálfsagt að sem flestir verði sjómenn á sjómannadaginn. Við ákváðum, ég og gamla mín, að fara til Reykjavíkur og taka þátt. Aðalhvatinn var samt kappróðurinn, en við erum svo heppin að ein færeysku valkyrjanna í færeyska liðinu sem sigrað hefur undanfarin ár, er tengdadóttir okkar. Og auðvitað reynum við að styðja okkar fólk.
564 með adagio
Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ég loksins braut regluna. Hún var sú að taka ekki Bach með í bílinn. Paganini var eiginlega eini sígildi höfundurinn sem ég dró með mér niður á það plan. Þangað til í fyrradag. Þá féll ég. Svo ók ég umhverfis Reykjavík. Þetta var á uppstigningadag.
Á heimleið í dag og hestarnir við síkið
Maríuerluparið hamaðist við hreiðurgerð. Þóttumst við þekkja ættarsvipinn á þeim, að hér væru ömmubörn fyrsta parsins sem bjó undir þakskeggi kofans eitt sumarið. Og brostum í kampinn. Héldum svo heimleiðis í dag. Hina leiðina.
Bandaskórnir, myndavélin og kyrrðin
Þetta er fyrsti dagurinn sem vorið kom upp í gegnum iljarnar. Hefur þú fundið það? Þess vegna dustaði ég rykið af bandaskónum mínum og fór niður í Sundahöfn. Ætlaði að tala við æðarfuglinn. Hann lét ekki truflast. Alltaf jafn heimspekilega sinnaður.
Í dag – og græna myndin
Í dag fer ég til baka í huganum. Fyrst um átta ár. Þá gengum við Ásta í æskuspor okkar sjálfra. Í ágústbyrjun. Gróðurinn á hátindi blómans. Það var mikið regn. Vatnið sat í haugum á gróðrinum. Slóð kom eftir fætur okkar. Í einni bóka Halldórs Laxness segir að grasið væri svo grænt að sýndist vera blátt. Þetta var þannig dagur.
Fátt til að lifa fyrir II
Hún er þekkt frásagan af föngunum tveim sem horfðu út um rimlagluggana á klefum sínum. Annar horfði niður, sá aðeins drullupollana fyrir utan og formælti þeim. Hinn horfði upp, sá stjörnubjartan himinn og gladdist yfir fegurð stjarnanna. Af þessu má læra.
Ljósið í myrkrinu
Ágúst Ólason sendi okkur Ástu þessa frábæru mynd með jólakveðju sinni til okkar. Myndina tók hann í aðdraganda jóla.