Í skjóli við ungan birkibol…

Það var um sjöleytið í gærmorgun. Ég fór í örstutta gönguferð í kringum litla kofann okkar. Í skjóli við einn útvörðinn gat að líta þessa stjúpu, skærgula og glæsilega. Hún verkaði eins og ljósgjafi fyrir daginn sem reyndist verða einn af þeim ljúfustu á sumrinu. Þó var norðaustan tíu til fimmtán og hitinn aðeins sjö gráður.

Lesa áfram„Í skjóli við ungan birkibol…“

Nostos, blóm og myndir

Liðin helgi einkenndist af veðurblíðu. Við nutum þess út í æsar, gamla settið, uppi í Borgarfirði að vanda. Þangað leitum við sífellt. Kannski er það nostalgía, nostos á grísku, að snúa heim eða til baka. Eða þá þrá eftir endurhljómi tilfinninga sem hófust í æsku og bjó um sig í hjörtunum. Það er ekki einfalt að orða þetta.

Lesa áfram„Nostos, blóm og myndir“

Kappróður í rigningu

Það er ekki nema sjálfsagt að sem flestir verði sjómenn á sjómannadaginn. Við ákváðum, ég og gamla mín, að fara til Reykjavíkur og taka þátt. Aðalhvatinn var samt kappróðurinn, en við erum svo heppin að ein færeysku valkyrjanna í færeyska liðinu sem sigrað hefur undanfarin ár, er tengdadóttir okkar. Og auðvitað reynum við að styðja okkar fólk.

Lesa áfram„Kappróður í rigningu“

564 með adagio

Það var ekki fyrr en í þessari viku sem ég loksins braut regluna. Hún var sú að taka ekki Bach með í bílinn. Paganini var eiginlega eini sígildi höfundurinn sem ég dró með mér niður á það plan. Þangað til í fyrradag. Þá féll ég. Svo ók ég umhverfis Reykjavík. Þetta var á uppstigningadag.

Lesa áfram„564 með adagio“

Í dag – og græna myndin

Í dag fer ég til baka í huganum. Fyrst um átta ár. Þá gengum við Ásta í æskuspor okkar sjálfra. Í ágústbyrjun. Gróðurinn á hátindi blómans. Það var mikið regn. Vatnið sat í haugum á gróðrinum. Slóð kom eftir fætur okkar. Í einni bóka Halldórs Laxness segir að grasið væri svo grænt að sýndist vera blátt. Þetta var þannig dagur.

Lesa áfram„Í dag – og græna myndin“