Fátt til að lifa fyrir II

Hún er þekkt frásagan af föngunum tveim sem horfðu út um rimlagluggana á klefum sínum. Annar horfði niður, sá aðeins drullupollana fyrir utan og formælti þeim. Hinn horfði upp, sá stjörnubjartan himinn og gladdist yfir fegurð stjarnanna. Af þessu má læra.

Á degi depurðar er gott að geta lokað að sér. Kveikt rökkurtýru og skimað eftir ljóðskáldum í efstu hillu. Lesið á kjöl. Hlustað. Valið bók. Bjartar nætur skiptast á við dimmar nætur. Þannig er í lífi flestra. Skáldmaðurinn Stefán frá Hvítadal lýsir dimmu og vonleysi:
„Ó, mamma! Ég er sjúkur og sár / og sál mín þreytt. / […]

Skuggi og göngustafir
Skuggi og göngustafir

Ljóð hans, Bjartar nætur, hefst svo á flugi. Þá er komið vor í sál og sinni:
„Í kveld er allt svo hreint og hátt –
ég hníg í faðm þinn, græna jörð, […]

…litlu síðar:
„Ó, hvílík dýrð! og nautn! og náð!
og nasir mínar þöndust út.[…]

Gróður jarðar
Gróður jarðar

…og:
„[…] Á meðan blundar svefnþung sveit,
ég sæki yngsta hestinn minn. […]

Útreiðar
Útreiðar

…hann endar ljóðið á þessum orðum:
„En konan mín, hún sér það sjálf,
að sólin lýsir dag og nótt.“

Margir hafa þegið huggun af hestum. Það er hluti af sögu mannsins. Enn fleiri hafa þó þegið huggun af góðum bókum. Einkum ljóðabókum. Þær ná dýpra. En flestir hafa þegið huggun og uppörvun af mökum sínum. Og því spyr Qohelet: „Væna konu, hver hlýtur hana?“

Við lindina
Við lindina

Í framhaldi af hvatningarorðum Ástu í gær fletti ég nokkrum myndum til að beina huganum að betri tíð og góðum minningum úr Borgarfirði. Set fáeinar hér til þess að deila ljósinu og fara um þær höndum. Endilega smellið á myndirnar til að sjá stærri gerð þeirra.

Hvílík dýrð
Hvílík dýrð

Orð Stefáns frá Hvítadal bergmála: „Ó, hvílík dýrð! og nautn! og náð! “

Þar sem sagan okkar hófst
Þar sem sagan okkar hófst

Ég segi það satt. Ef ekki væri hún Ásta mín, þá væri nú fátt til að lifa fyrir.

10 svör við “Fátt til að lifa fyrir II”

  1. Nú, frábært að heyra. Þá á ég eina rauðvín inni hjá mafíósa. – Hvítá. Það var lagið!

  2. Ég ætlaði einnig að segja að sandurinn er við Hvítá, skammt frá Litlatré. Myndin er tekin í einni ástríkri gönguferð foreldra þinna.

  3. Það vill svo til að bæði orðin, skrýtin og skrítin eru rétt, skv. orðabók. Þannig að þú tapaðir ekki veðmálinu. Rukkaðu veðjarann um það.

  4. Ég veit þú fórst í orðabókina…he,he,he. Ég tapaði veðmáli út á orðið skrýtinn og þess vegna veit ég að skrýtinn er með ypsílóni.

  5. Allt í lagi. Skrýtin…sem kemur af því að vera skreytinn og þar með skapandi. – Myndin af hafinu, sandinum, nöfnunum…skugganum…er líka frábær!

  6. Og nú ættir þú að segja: Mikið væri ég stoltur ef væri ég pabbi þinn. 🙂

  7. Hestamyndin er óaðfinnanleg. Nú hefði Gunnar Bjarnason vinur þinn farið að yrkja eins og kjáni út í loftið. Sjáðu til…það koma góðir tímar og verri tímar en allt er það þannig að úr verði kjarnyrt sögn um líf og tilveru handa öðru fólki. Þetta kenndir þú mér sjálfur. Jafnvel kartöflukvöld verða ódauðleg í höndunum á hollenskum brjálæðingum sem taka af sér eyra. 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.