Segðu mömmu…

Fordómar í hausnum á mér hafa oft valdið því að nafn á sumum nýjum bókum hafa fælt mig frá þeim. Hluti af þeirri firru helgast af því að þessi árin ráða gamlir menn ekki við að kaupa nema sárafáar af þeim bókum sem þeir áður hefðu stokkið á á útgáfudegi. En segja nú eins og þekktur refur; „Þau eru súr.“

Lesa áfram„Segðu mömmu…“

Útlitið versnaði um helgina

Í fyrsta lagi urðu að engu vonir um að Framsóknarflokkurinn ætlaði að blása nýjum vindum í stjórnmálin. Þegar stjórnmálaflokkar ákveða að hafa ekki prófkjör þá hefur mér alltaf sýnst að á bak við þær ákvarðanir séu myrkraöflin. Þeir sem telja sig eiga flokkana. Þeir krefjist þess að stillt sé upp á listana svo þeir ráði mannvalinu. Það er böl.

Lesa áfram„Útlitið versnaði um helgina“

Haninn og prikið

Maður horfir álengdar. Hlustar álengdar. Og undrast aftur og aftur. Ástandið liggur yfir eins og dimmur skýjabakki. Venjulegt fólk áttar sig ekki til fulls á því hversu slæmt það mun verða. Framkoma og hegðun stjórnmálamanna er með ólíkindum. Fæstir haga sér eins og þjóðinni sé vandi á höndum. Gamall hani reigði sig á priki í gær.

Lesa áfram„Haninn og prikið“