SPRON

Mikið gladdi okkur fregn gærdagsins um að MP hefði keypt SPRON og Netbankann og ætlaði að opna þrjú af útibúunum eftir helgi. Við vorum í viðskiptum við Spron í 30 ár, bæði með stofnunina sem við stýrðum sem og persónuleg viðskipti. Það bar aldrei skugga á samstarfið.

Lesa áfram„SPRON“

Hlutdeild í góðu fyrirheiti

Eftir að hafa fylgst með fregnum af landsfundum tveggja stjórnmálaflokka í tvo daga og hlustað á ræður tveggja fyrrverandi formanna þeirra, ræður sem stóðu langt niður úr öðru tali, og fjölmiðlar sögðu frá, urðum við hjónakornin sammála um að ganga í guðshús í morgun og hlusta á guðsorð til að sefa undrun okkar og vonbrigði.

Lesa áfram„Hlutdeild í góðu fyrirheiti“

Landsfundur, saltfiskur og fyrirgefning

Mér þótti gott að heyra Geir Haarde biðjast afsökunar á landsfundi sjálfstæðismanna í gær. Sá það og heyrði í sjónvarpsfréttum. Þeirri hugsun skaut þó niður í kollinn á mér að þetta hefði hann átt að gera löngu fyrr og játa mistökin, sem auðsæ voru, fyrir alþjóð. Og púkinn í mér hvíslaði: „Ætli sjálfstæðismenn einir séu þjóðin í augum ráðherra flokksins.?“

Lesa áfram„Landsfundur, saltfiskur og fyrirgefning“

Frambjóðendur, hamist nú

Því meira sem þið tjáið ykkur, í blöðum, í útvarpi og sjónvarpi, á bloggsíðum og hreinlega allsstaðar þar sem þið komið því við, endilega tjáið ykkur sem mest þið megið. Þannig tekst okkur almenningi að sjá inn í ykkur og reyna að skilja hvaða mann þið hafið að geyma, hvaða mál sem okkur varða hvíla á hjörtum ykkar og hvort þið í raun hafið eitthvert erindi á þing.

Lesa áfram„Frambjóðendur, hamist nú“