Mikið gladdi okkur fregn gærdagsins um að MP hefði keypt SPRON og Netbankann og ætlaði að opna þrjú af útibúunum eftir helgi. Við vorum í viðskiptum við Spron í 30 ár, bæði með stofnunina sem við stýrðum sem og persónuleg viðskipti. Það bar aldrei skugga á samstarfið.
Hvað þýðir: „Allt upp á borðið?“
Talað er um kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Hvað fellst í því? Nýi formaður Sjálfstæðisflokksins segir sárafá orð um ekki neitt. Varaformaðurinn, aftur á móti, segir alltof mörg orð um ekki neitt. Segist samt ætla að berjast fyrir flokkinn, fyrst, þjóðina síðan.
Hlutdeild í góðu fyrirheiti
Eftir að hafa fylgst með fregnum af landsfundum tveggja stjórnmálaflokka í tvo daga og hlustað á ræður tveggja fyrrverandi formanna þeirra, ræður sem stóðu langt niður úr öðru tali, og fjölmiðlar sögðu frá, urðum við hjónakornin sammála um að ganga í guðshús í morgun og hlusta á guðsorð til að sefa undrun okkar og vonbrigði.
Landsfundur, saltfiskur og fyrirgefning
Mér þótti gott að heyra Geir Haarde biðjast afsökunar á landsfundi sjálfstæðismanna í gær. Sá það og heyrði í sjónvarpsfréttum. Þeirri hugsun skaut þó niður í kollinn á mér að þetta hefði hann átt að gera löngu fyrr og játa mistökin, sem auðsæ voru, fyrir alþjóð. Og púkinn í mér hvíslaði: „Ætli sjálfstæðismenn einir séu þjóðin í augum ráðherra flokksins.?“
Blaðaútgáfa í fjötrum
Yfirleitt hef ég hvern dag með því að lesa Morgunblaðið og Fréttablaðið. Pappírsútgáfu þeirra. Þvínæst opna ég tölvuna og les netblöðin. Það er urmull af þeim. Mér virðist þau öll með sama merki brennd. Þau tala þjóðarsálina niður.
Vér viljum gera fátæktina útlæga
Í bókinni Fólk í fjötrum, eftir Gylfa Gröndal, rithöfund, ber einn kaflinn þetta heiti sem ég valdi á pistilinn. Í bókinni er mikill fróðleikur um baráttu verkalýðstéttarinnar á Íslandi. Þar segir meðal annars frá stofnum fyrsta Alþýðublaðsins, sem kallað er Alþýðublaðið gamla, en fyrsta tölublað þess kom út 1. janúar 1906.
Tilraun til að drepa tímann með orðum
Þegar læknirinn hefur
í vísinda nafni
stungið og tekið
átta sýni
inni í miðjum
líkama sjúklings
verður fátt um orð
Sautján kræklur og kosningar til Alþingis
Fyrstu hríslurnar sem við Ásta keyptum til að gróðursetja voru kræklur. Það var í Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Þetta var um haust. Allar flottar og stoltar hríslur voru uppseldar og kræklurnar sem eftir voru stóð ekki til að selja. En okkur leist vel á þær. Fengum þær eftir ákafa beiðni. Fyrir fáeinar krónur.
Unun, andstreymi, Mogginn og fleira
Fórum í sveitina okkar á föstudag. Út í vorið, eins og sönghópurinn kallar sig. Á móti okkur tók blessuð blíða. Þannig orðar eldra fólk það. Logn, úrkomulaust, hiti + 10°C. Við fögnuðum og önduðum djúpt. Laugardagurinn enn ljúflegri. Framan af. Unun.
Frambjóðendur, hamist nú
Því meira sem þið tjáið ykkur, í blöðum, í útvarpi og sjónvarpi, á bloggsíðum og hreinlega allsstaðar þar sem þið komið því við, endilega tjáið ykkur sem mest þið megið. Þannig tekst okkur almenningi að sjá inn í ykkur og reyna að skilja hvaða mann þið hafið að geyma, hvaða mál sem okkur varða hvíla á hjörtum ykkar og hvort þið í raun hafið eitthvert erindi á þing.