Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð

Það væri vafalítið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og málum er háttað, að nýr maður yrði kosinn formaður flokksins. Maður sem minni líkur eru á að sé marineraður í anda flokkseigenda. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að hægt sé að treysta Tryggva Þór þótt ekki blasi við hvernig honum gengi að fást við gamla ráðríkið.

Lesa áfram„Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð“

Frambjóðendur og hagsmunatengsl

Í febrúar birti dagblað svör nokkurra frambjóðenda um fjárhagsstöðu þeirra. Eignir, skuldir og hagsmunatengsl. Það sem kom á óvart í þeirri könnun var hvað margir neituðu að svara. Alltaf dettur manni í hug að sá sem ekki vill svara slíkum sjálfsögðum spurningum hafi eitthvað að fela. En hafi frambjóðandi eitthvað að fela þá á ekki að kjósa hann.

Lesa áfram„Frambjóðendur og hagsmunatengsl“