The Reader: Hvað hefðir þú gert?

Ferðir okkar Ástu í bíó eru ekki tíðar. Gjarnan líða eitt til tvö ár á milli bíóferða. Síðast fórum við og sáum Brúðgumann í febrúar 2008. Það var fyrir Kreppu. Í gær sóttum við í okkur veðrið og ókum vestur í Háskólabíó til að sjá The Reader, en við lásum bókina Lesarinn, Der Vorleser, eftir Bernhard Schlink, í frábærri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar í febrúar 2005 og urðum bæði mjög hrifin af henni. Sjá hér.

Lesa áfram„The Reader: Hvað hefðir þú gert?“