Tilraun til að drepa tímann með orðum

Þegar læknirinn hefur
í vísinda nafni
stungið og tekið
átta sýni
inni í miðjum
líkama sjúklings
verður fátt um orð

verður og fátt um
bros og skvaldur
en þeirra í staðinn
glerungur jaxla
gnístir og herpast
vöðvar og sinar
og dagurinn myrkvast

hljóður af hólminum
innhverfur læðist
leitar í skugga
stundirnar telur
en tíminn er frosinn
og nóttin og nóttin
endalaus nóttin

ég fer og halla mér núna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.