Helgi, Hannes og sneiðmyndin

Þeir eru miklir vinir og hafa ræktað vináttu sína lungann úr ævinni eða frá því að þeir sem unglingar unnu við að stafla tréspírum um hávetur í snjó og kulda. Berhentir. Eftir starfslok reyndu þeir að hittast reglulega. Skapgerð þeirra var ólík en félagsskapurinn sem þeir höfðu hver af öðrum var þeim kær. Í gærmorgun höfðu þeir setið alllengi þöglir og horft á trillurnar, múkkana og æðurin. Hannes rauf þögnina.

Lesa áfram„Helgi, Hannes og sneiðmyndin“

Helgi og Hannes – og barnavagninn

Það sést á hegðun fuglanna við höfnina að vorið er í loftinu. Það er í vængjum þeirra og tilhugalífi. Bæði þeim sem flögra yfir sem og þeim sem sitja á haffletinum og láta reka. Sjórinn er sléttur. Yfirborð hans liðast mjúklega. Trilla stímir inn um hafnarmunnann. Félagarnir Helgi og Hannes sitja saman á bekknum. Hafa verið þar dágóða stund. Þeir hafa hneppt efstu tölunni frá kuldaflíkum sínum. Hitinn er tíu gráður. Snjáður barnavagn stendur við hlið bekksins.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – og barnavagninn“

Helgi og Hannes – lambhúshettan

Helgi situr á bekknum við Grófina. Það er snjómugga. Logn. Muggan setur blíðlegan svip yfir höfnina. Það er róandi að horfa yfir að Ægisgarði. Helgi er í fötum af ættingja sem lést skömmu fyrir jól. Sá hafði verið svipaður á hæð og Helgi en grennri. Fötin voru vandaðri en þau sem Helgi var vanur að klæðast. Loks er hann með rauða lambhúshettu á höfðinu. Örmjó rifa er fyrir augun. Lítið kringlótt gat við munninn.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – lambhúshettan“

Gordon Brown is going down

Það var undir morgun sem mig dreymdi þennan draum: Ég var einn á hesti snemma dags. Það var enn ekki fullbjart. Reiðgatan var mjó og lá undir fjallshlíð. Þegar kom að klettanöf þar sem sá fram langan dal áði ég. Þar var lítil lind undir barði. Hestarnir drukku úr lindinni. Það glamraði í beislismélunum.

Lesa áfram„Gordon Brown is going down“

Verbum perfectum: sinceritas IV

Það er nú líklega eðlilegt að undirstrika að þessi pistlaskrif mín eru einfaldlega aðferð til að halda einhverskonar hringrás hugans í gangi. Talið er holt fyrir fólk að tjá sig og koma frá sér á einhvern hátt hugsun og vangaveltum sem kunna að auka þrýsting í kollinum á því. Býst ég við að þetta sé nytsamlegt fyrir okkur sem hætt hafa störfum og samskipti og félagsskapur fallið í lágmark.

Lesa áfram„Verbum perfectum: sinceritas IV“

Verbum perfectum: sinceritas II

„Ezra Pound var vinur vina sinna og reiðubúinn að brjóta sig í mola fyrir fólk. Vinnustofan þar sem hann hafðist við ásamt Dorothy konu sinni á rue Notre-Dames-des-Champs var að sínu leyti eins aum og ríkmannlegt var hjá Gertrude Stein. […] Mér geðjaðist ágætlega að málverkunum eftir Dorothy og mér fannst Dorothy stórfríð og undursamlega á sig komin.“

Lesa áfram„Verbum perfectum: sinceritas II“