Þannig var

Þegar rætt var um listmálara eða teiknara, þá heyrðist gjarnan orðið skissa eða skitsa. Það var notað yfir uppkast eða frumdrög að verki sem greip listamennina. Sumir áttu skitsubækur sem þeir rissuðu hugmyndir sínar í og áætluðu að vinna betur úr síðar. Orðið frumdrög rúmar vel þessa hugmynd, uppkast, tilraun til að móta hughrif augnabliks. Festa þau á blað. Hughrif á blað. Mig langar svo að upplifa það.

Lesa áfram„Þannig var“

Spegill

Ég er silfur og nákvæmur. Ég er fordómalaus.
Hvað sem þú sérð gleypi ég samstundis
Rétt eins og það er, án áhrifa ástar eða andúðar.
Ég er ekki grimmur, aðeins sannur —
Auga lítils guðs, fjögurra horna.
Mestan hluta tímans hugleiði ég vegginn andspænis.
Hann er bleikur, með doppum. Ég hef horft á hann svo lengi
Að ég held hann sé hluti af hjarta mínu. En hann flöktir.
Andlit og myrkur aðskilja okkur aftur og aftur.
Nú er ég stöðuvatn. Kona hallar sér að mér,
Gáir hvað ég sýni hvernig hún raunverulega sé.
Síðan snýr hún sér til blekkinganna,
/ kertaljósanna eða tunglsins.
Ég sé bak hennar, og spegla það af nákvæmni.
Hún launar mér með tárum og skjálfandi höndum.
Ég er henni mikilvægur. Hún kemur og fer.
Á hverjum morgni kemur andlit hennar í stað myrkursins.
Í mér hefur hún drekkt ungri stúlku,
/ og í mér snýr gömul kona sér
Í áttina til hennar dag eftir dag, eins og hræðilegur fiskur.

Sylvia Plath / Óli Ág.

Lesa áfram„Spegill“