Inferni

Inferni

Þeir eru kallaðir fjölmiðlar
Þeir miðla efni til almennings
Efni sem hrífur þá sjálfa
Og þeir endursegja það
Og endursegja það

Þeim er mikið niðri fyrir
Andköf þeirra heyrast
Í tali og texta
Sumum svelgist á

Seilast lengra og lengra
Sækja djúpt í þrærnar
Róta, róta, róta
Rammur þefur gýs
Rotinn, lætur ljúft í nefi
Málaliða og penna þeirra

Hvernig dagar eru núna
Hundadagar á hausti
Hælbítadagar

„Sjá skrímslið arga, er vörn og virkjum spillir
og vefur löndin mjóum eitursporði
og ódaun sínum yfir veröld fyllir.“

Útlaginn Alighieri forðum
Lýsti stríði manna á eilífum vígvelli
Stríði um völd og efni
Stríði sem stendur enn
Og mengar heiminn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.