Blóðakurinn

Við vorum í sveitinni í gær. Það var fremur kuldalegt. Hafði snjóað um nóttina og því hvít þekja yfir landinu þegar við komum á fætur. En það var heiðskírt og logn og sólin, alltaf jafn vinsamleg, gerði gott úr öllu. Þá var kyrrðin í sveitinni alger og fátt sem hreyfðist utan gufumökkur sem steig upp af hverum í nágrenninu. Þar til lítil einkaflugvél rauf kyrrðina. Cessna Skyhawk.

Lesa áfram„Blóðakurinn“