Minning

Tveir menn kveðjast að kvöldi. Annar er látinn morguninn eftir. Óvænt. Það er alltaf jafn kaldranalegt og erfitt, og snúið að laga atburðinn að þeirri heimsmynd með vinum og kunningjum sem maður hefur lifað með og í. Um árabil. Langt árabil. Og þótt manni takist að ræða það og iðka daglegt líferni, þá kemur alltaf mynd í hugann, skáhallt aftan frá eins og blossi sem segir: Hann er látinn. Dáinn. Alfarinn. Og tómleiki og söknuður breiða úr sér innan í manni.

Lesa áfram„Minning“

Katrín mikla

Hún hét Katrín, þessi ógnvekjandi óskapnaður sem flengdist yfir byggðir og ból við Mexíkóflóa og eirði fáu í heimi manna á allstóru svæði. Fólk stendur agndofa andspænis þessum ægilegu öflum náttúrunnar, öflum sem sýna hve menn, karlar, konur og börn og verk þeirra eru smá og varnarlaus, þegar kraftar jarðar magnast upp í æðsta veldi. Kraftar jarðar.

Lesa áfram„Katrín mikla“