Allt í einu heyrðist rödd

Allt í einu heyrðist öðruvísi rödd. Þær hafa reyndar komið fram öðru hvoru. Aðallega þegar byrjendur í stjórnmálum komu fram á sjónarsviðið. Þeir töluðu beislislaust til að byrja með. Stundum gneistaði af hugsjónaeldi þeirra og þeir virtust meina það sem þeir sögðu. Gallinn var bara sá að þeir kunnu ekki tungumál stjórnmálanna en á því máli er aldrei talað af einlægni.

Lesa áfram„Allt í einu heyrðist rödd“