Að hátíðarlokum

Nú er skáldsagnahátíðinni að ljúka. Ég fylgdist með álengdar. Blanda af hrifningu og tortryggni kemur í hugann þegar stórum messum er komið á fót og fjölmiðlar fylltir af fregnum af þeim. Tortryggnin tengist grun um að á bak við tjöldin leynist fyrirtæki sem hafa fjárhagslegan hagnað einan að markmiði. Það hlýtur því að hafa áhrif á val á höfundum og bókum. Og virðingin fyrir herlegheitunum á það til að skreppa saman líkt félaginn þegar vaðið er út í ískalt vatn.

Lesa áfram„Að hátíðarlokum“

Er latína hlutlaus

Við fórum í messu í morgun, Taizé messu í Árbæjarkirkju og sungum með. Gunnbjörg leiddi sönginn ásamt kór og orgeli. Það er gott að syngja Taizé kóra. Adoramus te Domine, Kyrie eleison, Maranatha! Alleluja! Salvador mundi, Sanctus og lengi má telja. Presturinn hélt smá kynningartölu um Taizé fyrrbærið og vaxandi vinsældir og útbreiðslu þess. Í kirkjusöngbókinni eru versin bæði á latínu og íslensku. Um það sagði presturinn m.a:

Lesa áfram„Er latína hlutlaus“