Með ullarlykt í nefinu

Við fórum í réttir í fyrradag, feðginin. Þverárrétt í Mýrarsýslu. Ég tók upp þennan sið fyrir fáum árum að fara í réttir og hugsa til baka. Fjörutíu til fimmtíu ár til baka. Það er sagt að gamlir karlar lendi í þessu. Á þeim tíma voru réttir öðruvísi. Þá var fleira fé og kannski færra fólk. Ekki gott að segja um fólkið. Ég spurði markasnillinginn, Ása á Högnastöðum, hvað féð hefði verið flest á hans dögum í réttinni. „Tuttugu og sex þúsund,“ sagði hann. „En núna?“ „Kannski sextán þúsund.“

Lesa áfram„Með ullarlykt í nefinu“