Landsfundur, saltfiskur og fyrirgefning

Mér þótti gott að heyra Geir Haarde biðjast afsökunar á landsfundi sjálfstæðismanna í gær. Sá það og heyrði í sjónvarpsfréttum. Þeirri hugsun skaut þó niður í kollinn á mér að þetta hefði hann átt að gera löngu fyrr og játa mistökin, sem auðsæ voru, fyrir alþjóð. Og púkinn í mér hvíslaði: „Ætli sjálfstæðismenn einir séu þjóðin í augum ráðherra flokksins.?“

Niðurlag leiðara Morgunblaðsins í morgun:
„Það var einkaframtakið sem gerði Íslendinga að vel stæðri þjóð og án þess að virkja það munum við ekki ná okkur upp úr þeim erfiðleikum sem þjóðin á nú við að stríða.“

En var það ekki einkaframtakið sem kom okkur í þessa erfiðleika sem þjóðin á nú við að stríða? Það blasir jú við. En auðvitað er það samt einkaframtakið sem býr yfir þeim krafti sem þarf til að gera góða hluti, en það verður að hafa fast og ákveðið taumhald á því. Stjórnlaust endurtekur það brjálsemi síðustu ára. Þessvegna verða stjórnvöld að standa sig betur en hingað til.

Auglýsingin frá Neskirkju er vafalaust hugsuð sem gleðileikur og henni ætlað að hvetja fólk til að koma saman í húsi Guðs og eiga notalega samverustund. „Saltfiskur og fyrirgefning í hádeginu.“ En einfaldur spyr: Er fyrirgefning einfalt mál? Hvað með iðrunina?

Eitt andsvar við „Landsfundur, saltfiskur og fyrirgefning“

  1. Þeir ætla kannski að fyrirgefa sjálfstæðismönnum vestur í Neskirkju með satlfiski og tólg. Batnandi sóknarprestum er best að lifa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.