Oft hef ég velt því fyrir mér síðan smíðuð var ný stjórnarskrá með öllu því álagi og umstangi sem því fylgdi, hversvegna alþingi gat ekki fagnað henni og samþykkt hana.
Hvað geri ég þá við atkvæði mitt?
Yfirleitt læt ég flest af því sem heyrist frá stjórnmálamönnum sem vind um eyrun þjóta. Eftir alllanga ævi og nýleg tímamót kann ég betur við hvin vindsins en fnæsið í þingmönnum. Í nýlokinni gönguferð um nágrennið spurði ég sjálfan mig hvað ég geti gert við atkvæði mitt í næstu alþingiskosningum.
Froða og reykur þingmanna
Með fullkomnum ólíkindum var að hlusta á Bjarna Ben um helgina lýsa því yfir í sjónvarpi að hann myndi engin afskipti hafa af stöðu Guðlaugs Þórs í þingmannaliði Sjálfstæðisflokksins.
Sextíu og þrír menn og ekkert gengur
Það vekur undrun að engin umræða fer fram um 38 % þjóðarinnar sem ekki kaus í hinni „miklu“ þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrjátíu og átta prósent er stór hluti þjóðarinnar. Hluti sem áreiðanlega hefur skoðun og mundi koma fram og kjósa ef hann teldi eitthvað þýðingarmikið væri um að kjósa.
Hættið að ljúga, það er númer eitt
Það er í rauninni enginn vegur fyrir venjulegt fólk að mynda sér sannfærandi skoðun á þjóðmálunum á þessum vikum. Framboð af þvælu er svo gjörsamlega glórulaust að viðbrögð óbreyttra verða eins og þegar gengið er á glóðum. Það er gjörsamlega ómögulegt að standa í fæturna.
Forsetinn, sáttin og froðan
Margir héldu tæpast vatni þegar forsetinn neitaði að skrifa undir lögin frá Alþingi fyrir skemmstu. Alskyns stunur og andvörp heyrðust frá miklum fjölda manns sem lofaði Guð fyrir þennan dásamlega forseta, kjark hans og það hve samkvæmur sjálfum sér hann er. En er hann samkvæmur sjálfum sér?
Þorgerður Katrín og klyfjarnar
Það er með miklum ólíkindum hvað fólk getur verið seinheppið. Þorgerður Katrín skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir: „…þær klyfjar sem ríkisstjórnin leggur á fólk og fyrirtæki mega ekki verða til þess að fólk kikni undan þeim.“
Vonbrigði með Mogga og pólitík
Vissulega er ekki komin reynsla á Sunnudagsmoggann. En hann fer skringilega af stað. Það var alltaf þannig að þegar við hjónakornin höfðum verið um helgi úti á landi þá hlakkaði ég ævinlega til þess að koma höndum á laugardagsmoggann og Lesbókina.
Mogginn þinn og Mogginn minn
Oft var ég svo innilega sammála þeim Styrmi og Matthíasi. Málflutningur þeirra féll oft að skoðunum mínum og þá líkaði mér svo vel við Moggann. Þannig var þetta um áratuga skeið.
Hvað halda stjórnmálamenn um venjulegt fólk?
Lítið um pistlaskrif hjá mér í október til þessa. Hef samt skrifað nokkra og hent í ruslakörfuna. Ruslakörfur eru þarfaþing.