Að skipa í stöðu eða setja

Lög eru huglægt fag. Menn skilja þau og túlka frá ýmsum sjónarhornum. Þegar lögmenn glíma með lögum kemur þetta berlega í ljós. Það hlýtur að vera flókið að vera dómari og eiga að ákveða hvaða túlkun skuli taka mið af við dómsuppkvaðningu. Óljóst er hvort réttlæti nái oftar fram en ranglæti, enda má lengi spyrja: Hvað er réttlæti?

Lesa áfram„Að skipa í stöðu eða setja“

The Reader: Hvað hefðir þú gert?

Ferðir okkar Ástu í bíó eru ekki tíðar. Gjarnan líða eitt til tvö ár á milli bíóferða. Síðast fórum við og sáum Brúðgumann í febrúar 2008. Það var fyrir Kreppu. Í gær sóttum við í okkur veðrið og ókum vestur í Háskólabíó til að sjá The Reader, en við lásum bókina Lesarinn, Der Vorleser, eftir Bernhard Schlink, í frábærri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar í febrúar 2005 og urðum bæði mjög hrifin af henni. Sjá hér.

Lesa áfram„The Reader: Hvað hefðir þú gert?“