Jóhanna og eyðslusemin

Þegar Geir Haarde lýsir Jóhönnu Sigurðardóttur hnýtir hann því gjarnan aftan við, annars jákvæð ummæli um hana, að hún sé eyðslusöm. Væntanlega byggir hann þá skoðun á þeirri stefnu Jóhönnu að vilja gera betur við verst settu þjóðfélagsþegnana en tíðkast hefur hingað til.

Lesa áfram„Jóhanna og eyðslusemin“

Tívolí í allan dag

Það er nú ekki alltaf svo gott. En í dag hef ég upplifað það í miðri lotu stjórnmálamanna við að mynda vinstri stjórn. Tel mig ljónheppinn eldri borgara að fá að upplifa slíka skemmtun á borð við þær sem fólk upplifir þegar það heimsækir Tívoli. Til dæmis í Kaupmannahöfn. Sumir lifa á því alla ævi.

Lesa áfram„Tívolí í allan dag“

Gæði samfélags – og tveir 30 manna hópar

Sagt er að það séu um það bil þrjátíu menn sem eiga mesta sök á fjármálaspillingunni. Öll þjóðin sýpur seyðið af atferli þeirra. Þessir 30 hafa helgað sig græðgi og yfirgangi í samfélaginu og rakað miskunnarlaust til sín margföldum arði af framleiðslu þjóðarinnar. Þar til síðustu 100 daga, hefur hópurinn notið virðingar og aðdáunar stjórnvalda sem hafa mært hann um langt árabil.

Lesa áfram„Gæði samfélags – og tveir 30 manna hópar“

30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur

Þegar við strákarnir á Grímsstaðaholtinu komum niður á Austurvöll var búið að kasta táragasi. Hvítliðar komnir fram með kylfur og mannfjöldinn tekinn að hlaupa í ýmsar áttir. Við komum hlaupandi um sundið sem lá frá Vonarstræti, framhjá hjá Listamannaskálanum og Baðhúsi Reykjavíkur yfir á Kirkjustræti. Það heyrðist mikill hávaði.

Lesa áfram„30. mars 1949 – svæðið eins og vígvöllur“

Fátt til að lifa fyrir

Í gærkvöldi lofaði ég mér því að forðast að gjóa huganum, næstu daga, í áttina að stjórnmálum. En hugurinn á það til að vera taumskakkur og leita til hliðar frá ákveðinni stefnu. Ætlunin var að reyna fremur að dvelja við efni sem hugsanlega hýrgar sálina. En hvar skyldi slíkt efni vera að finna?

Lesa áfram„Fátt til að lifa fyrir“