Framsóknarflokkurinn – það skyldi þó ekki vera?

Það er merkilegt hvernig heilinn í manni bregður við hinum ýmsu fréttum. Fannst ég lesa það að Sigmundur Davíð hefði alfarið neitað að styðja hugmyndina um að eignir útrásarvíkinga yrðu frystar.

Án þess að velta því nokkuð frekar fyrir mér klingdu inni í hausnum á mér þessi mannanöfn: Finnur – Ólafur – Alfreð.

Auðvitað hef ég ekki nokkra einustu skoðun á því hvernig taka skuli á þessu stóreignafólki. Veit bara að þúsundir manna þjást vegna misindis þeirra. Sonur minn Jón Gils, sem alltaf er hress, sagði við mig í símtali í morgun þegar við ræddum ástandið:

„Ég veit bara það, að maður mætir kunningjum sínum og vinum, mönnum sem alltaf voru glaðbeittir og hressir, nú með dökka bauga undir augum og grátstaf í kverkum.“

2 svör við “Framsóknarflokkurinn – það skyldi þó ekki vera?”

  1. nú þegar neyðarlögin hafa heftandi áhrif á 99% Íslendinga væri í lagi að hefta 0.1% sem ræður yfir 3-500% af auðnum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.