Helgi og Hannes – lambhúshettan

Helgi situr á bekknum við Grófina. Það er snjómugga. Logn. Muggan setur blíðlegan svip yfir höfnina. Það er róandi að horfa yfir að Ægisgarði. Helgi er í fötum af ættingja sem lést skömmu fyrir jól. Sá hafði verið svipaður á hæð og Helgi en grennri. Fötin voru vandaðri en þau sem Helgi var vanur að klæðast. Loks er hann með rauða lambhúshettu á höfðinu. Örmjó rifa er fyrir augun. Lítið kringlótt gat við munninn.

Lesa áfram„Helgi og Hannes – lambhúshettan“

Álftagerðisbræður og Nýi Guðjón

Gærkvöldið var óvenju gott hérna á sjöundu. Nýi Guðjón opnaði kvöldið með frábæru atriði í bankanum. Hnyttinn og beittur. Innheimtuseðillinn var stílaður á Gamla Guðjón. Nýja Guðjóni kom skuldin ekkert við. Hann hafði lært tæknina af útrásarbófunum. „Ég get reynt,“ sagði bankafulltrúinn þegar Nýi Guðjón sagði henni að troða innheimtuseðlinum upp í óæðri endann á sér.

Lesa áfram„Álftagerðisbræður og Nýi Guðjón“

Skattur á andlát

Loksins þegar Guðlaugur heilbrigðisráðherra kemur í ljós eftir margar vikur til hlés kemur hann fram með tillögur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu um allt Ísland. Galvaskur eins og útrásarvíkingarnir voru fyrir fimm mánuðum, tætir hann gamalt fólk á milli stofnana, hækkar komugjöld á sjúkrahús og breytir gjaldskrám til hins verra fyrir alla sem veikburða eru.

Lesa áfram„Skattur á andlát“

Ásta Tóta hefur söngnám

Einu sinni var hún svo smá og falleg og afi hennar var gjörsamlega heillaður af henni. Hún heitir fullu nafni Ásta Jónsdóttir eins og amma hennar. Fékk strax í æsku viðurnefnið Tóta þegar afi hennar rifjaði upp ljóð Tómasar Guðmundssonar, „Í nótt kom vorið “ þar sem segir meðal annars:

Lesa áfram„Ásta Tóta hefur söngnám“

Enn er fólki slátrað

Aftur og aftur hefur verið fullyrt af óskhyggjumönnum að með aukinni siðvæðingu þjóða, þekkingu og framþróun, muni styrjöldum þar sem óbreyttum borgurum er slátrað, fækka. Hugsun og aðferðir stjórnmálamanna til samninga muni færast á þroskaðra stig og mannslífum ekki verða fórnað í ferli samninga. Þetta hefur ekki ræst.

Lesa áfram„Enn er fólki slátrað“