Ásta Tóta hefur söngnám

Einu sinni var hún svo smá og falleg og afi hennar var gjörsamlega heillaður af henni. Hún heitir fullu nafni Ásta Jónsdóttir eins og amma hennar. Fékk strax í æsku viðurnefnið Tóta þegar afi hennar rifjaði upp ljóð Tómasar Guðmundssonar, „Í nótt kom vorið “ þar sem segir meðal annars:


„…

Og eins eru telpurnar vaxnar, sem voru
í vetur svo litlar, að enginn sá þær,
og hreyknir strákar, sem fermdust í fyrra,
þeir fara hjá sér, þegar þeir sjá þær.

Nú ganga þær hlæjandi guðslangan daginn.
Sjá, göturnar fyllast af Ástum og Tótum
með nýja hatta og himinblá augu,
á hvítum kjólum og stefnumótum.

…“

Í dag setti þessi elska, sem er tveggja barna móðir og býr á Selfossi, prufurnar úr fyrsta söngtímanum á bloggsíðuna sína. Ég gerist svo djarfur að vísa á síðuna hennar um leið og ég óska henni alls hins besta við nýtt viðfangsefni.

2 svör við “Ásta Tóta hefur söngnám”

  1. Ljóðið er talsvert lengra en þetta.
    Ég skal senda þér það í tölvupósti.
    Þá varstu svo smá og falleg.
    Nú ertu orðin stór og gullfalleg.

    Kveðja mín kæra.

  2. Jæa loksins get ég skrifað ljóðið niður

    p.s ætla vona að ég sé enn falleg ha ha

    kossar og knús frá mér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.