Guðmundur Garðar Brynjólfsson
f. 21.október 1919 – d. 11. September 2010
Kynslóðir koma og fara. Kærir einstaklingar kveðja. Heimsmyndin breytist. Söknuður býr um sig þótt brottferðin sé ófrávíkjanleg. Svo taka góðu minningarnar við. Og þakklæti.
Guðmundur Garðar Brynjólfsson
f. 21.október 1919 – d. 11. September 2010
Kynslóðir koma og fara. Kærir einstaklingar kveðja. Heimsmyndin breytist. Söknuður býr um sig þótt brottferðin sé ófrávíkjanleg. Svo taka góðu minningarnar við. Og þakklæti.
Í framhaldi af loforði í pistli fyrir skömmu sendi ég þér umrætt ljóð hans Tómasar Guðmundssonar. Kýs ég að birta það hér svo að fleiri megi njóta gleðinnar af leikandi hagmælsku Tómasar. Treysti á að ég verði ekki kærður fyrir stuld.
Einu sinni var hún svo smá og falleg og afi hennar var gjörsamlega heillaður af henni. Hún heitir fullu nafni Ásta Jónsdóttir eins og amma hennar. Fékk strax í æsku viðurnefnið Tóta þegar afi hennar rifjaði upp ljóð Tómasar Guðmundssonar, „Í nótt kom vorið “ þar sem segir meðal annars:
Skötudagur í nafni heilags Þorláks fer í hönd. Fimmtán manns borða skötu með okkur Ástu í dag. Það hefur verið siður undanfarin ár. Einn þátttakenda krafðist þess að ég prófaði tindabikkju sem hann verkaði sjálfur. Ég var mjög tregur til þess en komst ekki undan. Þáði nokkur börð. Svo bakaði ég rúgbrauð í gær til að hafa með skötunni.
English version from older epistle.
Last week she came from Texas. I haven´t seen her in 20 years. Birna Björk. My niece. She was accompanied by her son, Kristinn. A 20 year old handsome fellow. He is born and raised in Texas. Belton.
Búandi hér hálfa leið austur á Hellisheiði, eða nánar tiltekið, upp undir Rjúpnahæð þar sem Salahverfi heitir, ákvað ég að aka niður í miðbæ Reykjavíkur til að kaupa hljómdisk hjá útgefanda. Var ferð mín byggð á þeirri reynslu að ýmis bókaforlög hafa selt mér bækur sínar á miklu hagstæðara verði en bókabúðir hafa boðið. Þetta var í morgun.
Hún kom frá Texas í síðustu viku. Ég hef ekki séð hana í tuttugu ár. Birna Björk. Systurdóttir mín. Sonur hennar, Kristinn, var með henni. Tvítugur myndarmaður. Hann er fæddur og uppalinn í Texas. Belton.
Við fórum til að helga okkur endurminningum, tvö saman, hjónin. Og til að halda upp á tímamót. Fórum upp í Borgarfjörð í litla kofann sem við höfum verið að tjasla saman síðastliðin fimm ár. Þar er okkar griðastaður. Heitir Litlatré.
Með stóru letri er frá því sagt í Fréttablaðinu í morgun að 70 % þjóðarinnar vilji þjóðaratkvæði um ESB viðræður. Kannski er gott að hefja viðræður. En það er ekki auðvelt fyrir venjulegt fólk að átta sig á umræðunni sem farið hefur fram á Íslandi um aðild.
Heiðrún Ágústsdóttir bauð til veislu í gær. Það var glæsileg veisla. Tilefnið var útskrift hennar sem stúdents frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þaðan kom hún verðlaunuð fyrir frábæran árangur í íslensku og öðrum valgreinum. Verðlaunin voru bókagjöf og viðurkenningarskjal.