Til Ástu Tótu

Í framhaldi af loforði í pistli fyrir skömmu sendi ég þér umrætt ljóð hans Tómasar Guðmundssonar. Kýs ég að birta það hér svo að fleiri megi njóta gleðinnar af leikandi hagmælsku Tómasar. Treysti á að ég verði ekki kærður fyrir stuld.

Í nótt kom vorið

Í nótt hefur vorið verið á ferli.
Og vorið er ekki af baki dottið,
því áður en fólk kom á fætur í morgun
var fyrsta grasið úr moldinni sprottið.

Og eins eru telpurnar vaxnar, sem voru
í vetur svo litlar, að enginn sá þær,
og hreyknir strákar, sem fermdust í fyrra,
þeir fara hjá sér, þegar þeir sjá þær.

Nú ganga þær hlæjandi guðslangan daginn.
Sjá, göturnar fyllast af Ástum og Tótum
með nýja hatta og himinblá augu,
á hvítum kjólum og stefnumótum.

Og mennirnir verða viðmótsþýðir,
því veröldin hitnar og loftin blána.
Óvinir bera byrðar hvers annars
og bankarnir keppast um það að lána.

En sumir halda að hausti aftur.
Þá hætta víst telpur og grös að spretta,
og mennirnir verða vondir að nýju,
því víxlarnir falla og blöðin detta.

Eitt andsvar við „Til Ástu Tótu“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.