,,Co thusa“

Það verða í mönnum ýmsar breytingar með hækkuðum aldri. Ein af þeim snýst um bækur.
Viturlegt er að hafa fá orð um þau mál enda verða þau meira og meira einkamál með hækkuðum aldrei. Kannski má segja að því sé líkt farið og með samneyti við annað fólk. Menn sækja meira í návist þeirra sem hafa líkt áhugasvið, eða smekk, bæði á lífinu og bókum og mönnum og málefnum. Orð Qohelet hinum forna verða æ meira afhjúpandi: ,,Aumasti hégómi. Allt er hégómi.“

Lesa áfram„,,Co thusa““

Gúlar

,,Um tvítugt fékk ég í hendur bók nokkra eftir Aristoteles, er nefnist ,,Tíu hugmyndaflokkar“. Þegar mælskukennari minn í Karþagó og aðrir, sem töldust lærðir, nefndu hana, tútnuðu gúlar þeirra af stærilæti.

Lesa áfram„Gúlar“

Hershöfðingi dauða hersins

Svo segir á baksíðu bókarinnar:

„Tuttugu árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar kemur ítalskur hershöfðingi til Albaníu að leita uppi jarðneskar líkamsleifar landa sinna og flytja þær heim. […] Á meðan þeir glíma við að bera kennsl á þúsundir beina í ómerktum gröfum kynnast þeir lífi og hugsunarhætti heimamanna sem margir eiga enn óuppgerðar sakir við óvininn.“

Lesa áfram„Hershöfðingi dauða hersins“

Mamúska

Mögnuð frásaga af magnaðri lífsgöngu. Hóf lestur hennar tortrygginn. Enda kominn á þann aldur að líka vel við fáar bækur. En byrjunartextinn, fyrstu níu línurnar hrifu mig. Einmitt svona eiga línur að vera. Og þær urðu til þess að ég las bókina hvíldarlítið.

Lesa áfram„Mamúska“

Það er, finnst mér, sannarlega dásamleg bók

Það var árið 1969. Ég fór í fornbókabúð. Hún var neðarlega á Skólavörðustíg. Líklega Bókin. Keypti gjarnan sjö átta bækur og tók með mér heim. Við bjuggum þá á Selfossi. Í þessari ferð eignaðist ég Játningar Ágústínusar útg. 1962, þýdd af Sigurbirni Einarssyni. Hún varð strax mikil uppáhaldsbók. Greip í hana á hverju ári.

Lesa áfram„Það er, finnst mér, sannarlega dásamleg bók“

Ilmur bókanna

Fyrr í þessum mánuði tók fólk upp á því á ,,fésinu“ að hvetja vini til að nefna 10 bækur sem væru þeim kærastar eða hefðu haft mest áhrif á það á lesferli þess. Ég ætlaði að taka þátt í þessu og nefna á hraðbergi þær tíu sem ættu efstan sess í mínum huga. En þetta reyndist ekki einfalt. Og ég guggnaði.

Lesa áfram„Ilmur bókanna“