Sá sem örið hlýtur, hann ber það

Á yngri árum hafði ég mikla og notalega ánægju af ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Alla götur síðan tók ég bækur hans fram og vænti fyrri ánægju.

Þegar það heppnaðist leið mér vel. Birti ég hér eitt ljóða hans hvað ég hitti á í fyrradag:

ÖRIÐ

Fáum verða glöp til góðs,
grátt er á mér hárið.
Eitt sinn stakk mig ör til blóðs,
og illska hljóp í sárið.
En svona er það,
og svona fer það,
að sá, sem örið hlýtur, hann ber það.

Sárið gréri furðu fljótt,
fyrr en nokkurn varði.
En örið þótti ósköp ljótt,
og á mig fólkið starði.
Svona er það,
og svona fer það,
að sá, sem örið hlýtur, hann ber það.

Líkt og bruni barm minn sveið
bölið, þungt og mikið.
Tíminn leið, tíminn leið-
en tíminn getur svikið.
Svona er það,
og svona fer það,
að sá, sem örið hlýtur, hann ber það.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.