Gúlar

,,Um tvítugt fékk ég í hendur bók nokkra eftir Aristoteles, er nefnist ,,Tíu hugmyndaflokkar“. Þegar mælskukennari minn í Karþagó og aðrir, sem töldust lærðir, nefndu hana, tútnuðu gúlar þeirra af stærilæti.

Því svalg ég hana í mig í þeirri trú, að þar væri eitthvað stórfenglegt og guðdómlegt að finna. Og ég las hana og skildi hjálparlaust. En hvað gagnaði það? Ég ræddi hana við aðra, sem kváðust varla hafa skilið hana með hjálp lærðustu kennara, er skýrðu hana ekki aðeins með orðum, heldur og með myndum, sem þeir drógu í sand. En þeir gátu ekki sagt mér neitt annað um efnið en það, sem ég hafði skilið á eigin spýtur, er ég las hana út af fyrir mig.“

Ágústínus, Játningar. Fjórða bók.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.