The Quiet American

Heyrði einu sinni enskan sjónvarpsmann sem fór um lönd og gerði kynningarþætti, ágæta þætti, meðal annars einn um efnaða búgarðseigendur í Argentínu og tangó. Hann sýndi fólk sem dansaði tangó, þennan ástríðufulla dans sem maður horfir agndofa á og nær ekki alveg tökunum á því hvort hann er dans eða ástríðuathöfn.

Lesa áfram„The Quiet American“

Maðurinn og skugginn

Grúskaði í áður lesnum bókum mínum á síðustu dögum. Las meðal annars um Þales. Hann var uppi frá 624 f. Kr. til 546 f. Kr. Frásagan af honum vekur alltaf með mér nokkra aðdáun á manninum. Fyrir greind hans og vitsmuni. Sagt er að hann hafi haldið því fram að „allt sé vatn”. Og þannig, segja menn, hófst heimspekin.

Lesa áfram„Maðurinn og skugginn“

Best vina

Dagur bókarinnar. Á alheimsvísu. Mér finnst ekki hægt annað en að nefna það. Íslenski sérfræðingurinn segir þó í grein í Mogganum í morgun: „Ekki kemur blogg í bókarstað.” Ég veit ekki hvort hann hugsar þá fremur sem lesandi eða höfundur. Kannski bæði. Hvað um það. Málið snýst að sjálfsögðu um hugsun sem fer milli manna. Orðin eru tækin sem móta hugsunina og gera kleyft að flytja hana frá manni til manns, hvort sem þau eru töluð eða skrifuð.

Lesa áfram„Best vina“

Óvenjulegt æðruleysi

Ljóðabækurnar hans Björns Sigurbjörnssonar sem ég nefndi um daginn, hafa orðið mér hugleiknari með hverjum deginum. Þær hafa legið á kringlóttu litlu borði við horngluggann og við Ásta gripið þær á milli kaffibolla á morgnanna. Andinn í bókunum er svo óvenjulega æðrulaus og leikur um huga manns á þægilegan og stundum dulmagnaðan hátt.

Lesa áfram„Óvenjulegt æðruleysi“

Finca Vigia

Það er margslungið mál, þetta með vináttu. Einn morguninn rifjaðist upp fyrir mér hve einlæga vini ég eignaðist ungur maður. Og hvað þeir aftur og aftur yljuðu mér á misgóðum tímum í lífinu. Vinir eins og Róbert, Pílar, Pabló og María, eða Jake, Brett Ashley og Robert Cohn. Aftur og aftur buðu þau mér í veislu til sín. Sem var hluti af lífsnautninni.

Lesa áfram„Finca Vigia“

Rándýrir hanskar

Við horngluggann, í morgun, yfir kaffibollunum litum við í ljóðabækur tvær, litlar en snotrar, eftir Björn Sigurbjörnsson. Þessi við erum við Ásta. Hún hafði látið áhuga sinn fyrir einu ljóðanna í ljós fyrir tveim vikum, þegar hún heyrði á Rás eitt lesið ljóðið 11. september, eftir Björn. Það varð til þess að ég gerði mér erindi niður í Mál og menningu einn daginn til að skoða bókina, sem reyndust vera tvær, og keypti þær og gaf Ástu í afmælisgjöf. Önnur heitir Orð og mál, hin Út og heim.

Lesa áfram„Rándýrir hanskar“

Davíðssálmur á rakarastofu

Staddur inni á rakarastofu fyrr í vetur, hvar ég sat og las í blaði og beið eftir að að mér kæmi, vék sér að mér sá sem rakarinn var að ljúka við að klippa. Hann heilsaði mér blíðlega og þakkaði innilega fyrir grein sem ég hafði skrifað mörgum árum áður, í blað, um Davíðssálm 23. Vinsemd mannsins kom mér á óvart enda er hann þekktur milljarðamæringur í þjóðinni. Viðbrögð mín urðu því fremur klaufsk. „Gerði ég það?” var það eina sem ég gat sagt.

Lesa áfram„Davíðssálmur á rakarastofu“

Þar fyrir ofan

Það fór nú þannig fyrir mér við lestur kaflans um trúmál í bók Nietzsches, Handan góðs og ills, að ég komst ekki hjá því að skrifa pistil, í gær, um gullnu reglu Biblíunnar. Svona eins og til að jafna mig. Aldrei hef ég lesið eða heyrt annað eins orðalag um kristna trú eins og birtist í bókinni. Aldrei heyrt rætt um hana á jafn neikvæðan hátt. Ætla þó að efnið sé talið vitsmunum vafið af einhverjum hópi manna.

Lesa áfram„Þar fyrir ofan“

Ó, sancta simplicitas!

Það eru fjórar bækur á náttborðinu mínu. Í skjóli heimspekinnar, eftir Pál Skúlason. Stolið frá höfundi stafrófsins, Davíð Oddsson, Lífið framundan, Romain Gary, Náðargáfa Gabríels, Hanif Kureishi, Handan góðs og ills, Friedrich Nietzsche. Gríp í þær undir svefn. Festist sjaldnast við efni þeirra nema hjá Nietzsche. Það er slíkan unað að hafa.

Lesa áfram„Ó, sancta simplicitas!“

Sár þörf fyrir lækni

Hef velt því fyrir mér öðru hverju, í gegnum árin, hvers vegna Prédikarinn höfðaði svo sterkt til mín, af öllum bókum. Og varð fljótlega eins og hlið eða dyr inn á nýjar lendur huga og hugsunar. Lengi vel átti ég erfitt með að skilgreina hvað það var sem leyndist í textanum og hafði þessi áhrif á mig. En með árunum hefur þetta smámsaman orðið ljósara. Nú sýnist mér að sorgin í hjarta höfundarins hafi hljómað í líkum moll og mín. Sorg yfir fánýti, vonbrigðum og hégóma.

Lesa áfram„Sár þörf fyrir lækni“