Hershöfðingi dauða hersins

Svo segir á baksíðu bókarinnar:

„Tuttugu árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar kemur ítalskur hershöfðingi til Albaníu að leita uppi jarðneskar líkamsleifar landa sinna og flytja þær heim. […] Á meðan þeir glíma við að bera kennsl á þúsundir beina í ómerktum gröfum kynnast þeir lífi og hugsunarhætti heimamanna sem margir eiga enn óuppgerðar sakir við óvininn.“

Ein glæsilegasta senan fer fram í brúðkaupi í þorpinu. Þá var starfi hershöfðingjans lokið. Þeir höfðu fundið bein allra nema ofursta nokkurs. Flestir þorpsbúa voru mættir í brúðkaupið oh hershöfðinginn ákvað að fara í brúðkaupið. Dansinn dunaði og fólkið gladdist og fagnaði. Allt í einu sló þögn á salinn:

„Hljómsveitin hélt áfram að spila en engin hlustaði á hana lengur. Hópurinn við dyrnar stækkaði. Engin skildi af hverju Nice gamla hafði komið aftur. Og svo, líklega vegna útlits hennar og ef til vill vegna þráðbeiðni hennar, þá vék fólkið við dyrnar til hliðar svo hún kæmist áfram og hún kom inn í stofuna umkringd upphrópunum. Hún var holdvot, þakin leir frá hvirfli til ilja og andlitið fölt sem nár. Hún var með poka á bakinu.“ (Bls. 238.)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.