„Hverskonar samfélag viljum við?“

Einn kafli nýrrar bókar Páls Skúlasonar heimspekings, „Ríkið og rökvísi stjórnmála“, ber þessa yfirskrift. Yfirskriftin ein kallar strax á vangveltur. Til dæmis, hvaða við? Hverjir eru þessir við?

Miðað við þróun stjórnmála á Íslandi síðustu áratugi er augljóst að til eru margir „við“ hópar. Og sýnist sitt hverjum. Það hefur ekki farið mikið fyrir „við“ hópum sem af sannfæringu kjósa réttlátt samfélag. Jafnvel þótt að úr munni ráðamanna renni stöðugur straumur orða um vilja þeirra til þess. Því miður.

Réttlátt samfélag? Hver ein spurning krefst alltaf fleiri spurninga til að hægt sé að byggja hús á, og allar þær spurningar munu krefjast enn fleiri svara. Og þótt Ísland eigi frábæra lærdómsmenn í heimspeki og siðfræði sem leggja sig af einlægni fram um að finna svör og leiðbeina valdamönnum, – þá sýnir sagan að valdamenn hlusta ekki á þá.
Og það er mikil sorg.

En í dag er jóladagur. Það er hvílandi að láta boðskapinn um mannelskuna umlykja hjarta sitt og hugsun. Njótum þess.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.