12 Years a Slave

,,In the antebellum United States, Solomon Northup, a free black man from upstate New York, is abducted and sold into slavery.“

Mögnuð mynd. Sáum hana í gærkvöldi feðginin. Það var fátt í bíó. Maður situr undrandi yfir þeirri mannfyrirlitningu sem myndin segir frá, – en hún er byggð á bók fórnarlambsins, Solomons Northup.

,,Trúir þú á réttlæti?“ er setning sem spurt er myndina út í gegn. Og manni verður á að hugsa heim á Frón, – ,,trúir þú á réttlæti?“ Þegar hvítir menn fóru með blökkumenn miklu verr en hunda, rændu þeim og seldu í þrælakistur þar sem ,,eigendur“ þeirra kúguðu þá og börðu miskunnarlaust. Og hengdu fyrir minnstu yfirsjónir.

Á Íslandi eru ýmsir minnihlutahópar, – fólk sem á vart fyrir mat og öðrum nauðsynjum – og hælisleitendur, – sem valdamenn skilja útundan í öllum sínum ákvörðunum – sitja sjálfir í vellystingum og skipta á milli sín auði þjóðarinnar.

Og manni verður á að spyrja eins og réttlausu blökkumennirnir forðum: ,,Trúir þú á réttlæti?“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.