Nýr eða gamall Framsóknarflokkur

Væntanlega kjósa framsóknarmenn sér formann á morgun. Það verður lærdómsríkt að sjá hver kosinn verður. Þegar fyrrverandi ráðherrar ákveða að styðja einn fremur öðrum þá dettur manni í hug að þar sé frambjóðandi sem ekki muni steypa nýja sökkla.

Um hópana, eða klasana, sem styðja aðra frambjóðendur er ekki margt vitað. Í öllu falli ekki á mínu heimili. Verður því spennandi að sjá hverjir hafa myndað bakland fyrir þá.
„Af baklandinu skuluð þér þekkja þá.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.