Íslenska krónan valdatæki?

Stundum fær maður eitt og annað á tilfinninguna. Það að sjálfsögðu flokkast ekki undir hlutlægni. En þessar tilfinningar vaxa samt upp af umræðunni, lestri, fréttum og svokölluðum almannarómi. Já, og langri lífsreynslu.

Viðvíkjandi íslensku krónunni þá hefur nú margt verið sagt um hana á síðustu vikum og það er vandi fyrir óbreyttan að greina kjarna málsins. Það vekur t.d.undrun hvað ráðamenn vilja halda fast í krónuna þrátt fyrir það hvað þeim hefur gengið illa hafa hemil á verðgildi hennar.

Þessi tilfinning mín fyrir íhaldsemi stjórnmálamanna í krónuna snýr að því að með henni hafi þeir meira vald en þeir hefðu án hennar og að það vald misstu þeir ef tekin væri upp annar gjaldmiðill sem þeir yrðu að lúta. Oftar en ekki hafa stjórnmálamenn farið með land og þjóð eins og þau væru þeirra einkaeign.

Svo allt í einu vildu útrásarbófarnir líka komast yfir krónuna og arðinn af þjóðarbúinu og fá að sýsla með þau í eigin hagsmunaskyni. Og þeir einfaldlega snéru á stjórnmálamennina sem nú sitja yfir rústunum. Þetta hefði væntanlega ekki gerst ef hér hefði verið traustur gjaldmiðill sem klíkurnar hefðu ekkert vald yfir.

Og núna þegar manni sýnist fjármálakerfið vera að síga í sama far og það var í fyrir hrun, virðist ekkert geta bjargað þjóðinni sjálfri frá endurteknum hamförum nema frelsi frá íslensku krónunni.

2 svör við “Íslenska krónan valdatæki?”

  1. Krónan sjálf er verkfæri. Eins og hendur okkar eru verkfæri. Þeim er stjórnað i hausnum.
    Vandinn felst í því hverjir ráða yfir krónunni og hvað þeir gera með hana. Á Íslandi hefur hún ekki átt nógu áreiðanlega verjendur. Þessvegna hafa bófarnir komist upp með að misnota hana í eigin hagsmunaskyni. Ekki eru nærri öll kurl komin til grafar í þeim efnum.

  2. Já Óli þetta með krónuna. Þetta er ekki fyrir venjulega menn eins og mig að skilja þetta. en ég hef samt á tilfiningunni að það sé nú verið að kenna krónunni um,það er þægilegt hún getur ekki svarað fyrir sig. Ekki get ég kennt henni um þetta klúður sem búið er að koma okkur í. Verst er að mér sýnist framhaldið ekki lofa góðu, lokanir á sjúkrahúsum og gjaldtökur af þeim sem minst mega sín. Björgunaraðgerðir snúast mest um þá sem hafa mest milli handa. Kveðja að sinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.