Margir prófsteinar framundan

Ósköp verður spennandi að fylgjast með nýrri ríkisstjórn. Nú verður, til dæmis, auðvelt að afnema eftirlaunalögin. Allir einhuga. Ekkert íhald til að skemma fyrir.

Það var athyglisvert að heyra mesta orðhák alþingis gagnrýna ummæli leiðtoga fyrri ríkisstjórnar fyrir hnútukast í hvors annars garð eftir stjórnarslitin.

Og svo er spurnig hvað verður um Ögmund og BSRB. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með fólkinu taka til hendinni.

Þá verður og lærdómsríkt að fylgjast með Jóhönnu Sigurðardóttur fást við stjórnvölin. Vonandi tekst henni að stýra meðalveg. Hún er samt ákjósanlegasti félagsmálaráðherrann. Í mínum huga eini alvöru kratinn. Mættu fleiri slíkir finnast.

Og svo er að einbeita sér að kosningum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.