Það er nú líklega eðlilegt að undirstrika að þessi pistlaskrif mín eru einfaldlega aðferð til að halda einhverskonar hringrás hugans í gangi. Talið er holt fyrir fólk að tjá sig og koma frá sér á einhvern hátt hugsun og vangaveltum sem kunna að auka þrýsting í kollinum á því. Býst ég við að þetta sé nytsamlegt fyrir okkur sem hætt hafa störfum og samskipti og félagsskapur fallið í lágmark.