Það er nú einu sinni þannig með okkur eldra fólkið að þegar við upplifum ánægjuleg atvik þá myndast broshúð á sálinni í okkur. Og því var það þannig í desember þegar hjartalæknirinn minn, afskaplega yndislegur maður á sama aldri og ég, hafði farið yfir tékklistann, 135 yfir 85, lungun hrein og