Einn fyrir tvo – og húrra fyrir hjúkrunarfræðingum

Einn frídagur í staðinn fyrir tvo. Það þótti okkur ævinlega súrt í broti, verkamönnunum í verktakabransanum. Flesta aukafrídaga unnum við og fengum næturvinnukaup ofan á fastakaupið. Stundum nægði það fyrir úlpu á eitt barnanna. Þannig atriði glöddu okkur ævinlega. Úlpur og gallabuxur voru endalaus viðfangsefni. Það var því flokkað sem svindl þegar við fengum bara einn frídag í staðinn fyrir tvo. Það snérist um laun en ekki frí.

Lesa áfram„Einn fyrir tvo – og húrra fyrir hjúkrunarfræðingum“