Jörðin vaknar eftir vetrarsvefn. Örverur geispa eftir hvíldina og teygja úr sér. Fráhrindandi köngulær þjálfa nýtt göngulag og flottar randafluguhlussur þeytast um á feikna hraða með háværu suði.
Hlaðborð er glimrandi kostur
Kosturinn við hlaðborð er helstur sá, að maður getur sniðgengið það sem manni líkar illa. Þarf í öllu falli ekki að fá sér aftur af því. Einnig getur maður ráðið magninu sem maður neytir. Það er glimrandi kostur.