Hlaðborð er glimrandi kostur

Kosturinn við hlaðborð er helstur sá, að maður getur sniðgengið það sem manni líkar illa. Þarf í öllu falli ekki að fá sér aftur af því. Einnig getur maður ráðið magninu sem maður neytir. Það er glimrandi kostur.

Stundum eru hlaðborð þannig að fátt af því sem á borðinu er, freistar manns. Þá fer maður í tvo hringi umhverfis borðið með diskinn og horfir og metur og skoðar. Velur loks eina tegund sem maður þekkir og veit að er góð og hagræðir henni eins fallega og hægt er á diskinn sinn. Og treinir sér réttinn. Þannig er umfjöllunin um Sigfús Daðason í Lesbók Moggans um helgina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.