Ég kom út úr Húsasmiðjunni í Skútuvogi kl. 15:45. Hafði keypt eina dós af Benarolíu til að bera á útiborðið í Litlatré. Lagði dósina í aftursætið í bílnum og settist undir stýrið. Fann fyrir tilhlökkun að fara í sveitina á morgun og sönglaði smávegis. Og þá fór bíllinn að dansa. Hann dúaði. Furðulegt af bíl að smitast af kátínu eigandans.