Var snemma á fótum í morgun, einn, og eftir að koma kaffinu í gang fór ég með bókina inn í bókaherbergið og las áfram. Þetta er ein af þessum bókum sem fyllir brjóst manns af blönduðum tilfinningum, vináttu og elsku. Og maður finnur fyrir því að vera einn og ófær um að virkja flæðið sem iðar eins og uppsprettulind innvortis. Þannig eru andvökur.