Það ríkti einlæg gleði í sálum okkar Ástu og hjörtum fyrir viku þegar Erlan okkar var mætt í Litlatré og sýndi okkur nokkra af uppáhaldstöktum sínum. Veðrið þá var reyndar óhagstætt og við yfirgáfum staðinn áður en Erlan hafði lokið ferðasögunni sinni. Hún lauk henni í gær. Og það reyndist vera harmsaga.