Einhvern veginn er maður slakari við bókalestur á björtum dögum eins og þessum sem nú umvefja okkur. Inni í húsi líkar manni miður að vera ekki úti í sólinni og úti við verða blaðsíðurnar of bjartar og þreyta augun. Klukkan sex í morgun var sólin komin á svalirnar hérna á sjöundu. Ég var þar úti og fylgdist með blaðberanum koma með kerruna sína að húsinu.
Jón á Kirkjulæk er látinn
Frændi minn Jón Ólafsson bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð er látinn. Langt um aldur fram. Hann lést á Jónsmessunótt, aðeins 52 ára gamall. Við vorum systkinabörn. Ólafur faðir hans og Gunnbjörg móðir mín voru börn Steins og Sigurbjargar frá Kirkjulæk.
Sólskríkjan hjá Borgarspítalanum
Þegar maður kemur út úr Borgarspítalanum á fyrstu hæð, þar sem vaktmennirnir eru í glerklefa, og gengur eins og leið liggur út gangstéttina vinstra megin við aðkeyrsluakreinina,
þá eru þar til hliðar við stéttina tveir steinar það stórir að þægilegt er að setjast á þá.
Lítum upp á þessum björtu dögum
Það getur vel verið að skyldleiki manna við strútfugla opinberi sig óþægilega þegar fólk, á sólríkum dögum, sleppir því að meðtaka gallsúra svartsýnissíbyljuna sem látin er dynja á þjóðinni dag eftir dag og viku eftir viku, í dagblöðum og ljósvakamiðlum sem og blogggáttum og flestum þeim stöðum öðrum þar sem orðið er frjálst.
Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni
Töfrar. Það er ekki einfalt að lýsa áhrifunum sem landslag kallar fram í hjarta manns þegar fegurst er á okkar blessaða landi. Töfrar. Líklega er það heppilegasta orðið til að segja frá og tjá. Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni. Yndislegur lengsti dagur ársins. Ég deili með ykkur fjórum brotum: Smellið á myndirnar og sjáið stærri gerðina
Dularfull reikningsskil á þjóðhátíð
Eins og ég gat um í gær þá hafði Ásta boðið okkur út að borða í tilefni dagsins. Það er ekki oft sem við gerum slíkt og ég gjörsamlega ófær um að velja veitingastað. En Ásta átti pantað borð fyrir tvo klukkan sjö. Við ákváðum að ganga einn rúnt í miðbænum áður en við mættum.
Ærið tilefni
Í tilefni dagsins bakaði ég pönnukökur um áttaleytið í morgun. Ásta þeytti rjóma og tók til trönuberjasultu. Síðan lagaði hún kakó. Við fögnuðum upphafi dagsins með rjómapönnukökum og kakói með þeyttum rjóma. Enda tilefnið ærið.
Kona með lús
Fékk á tilfinninguna um síðustu helgi að fiðrildin væru að leggja ungu birkihríslurnar okkar Ástu, í Litlatré, undir sig og orma sína. Mér er mjög annt um hríslurnar og fer gjarnan á milli þeirra og spjalla við þær. Oftast taka þær mér vel. En um síðustu helgi var búið að vefja laufblöðum utan um litlu gráu ormakvikindin á mörgum hríslum. Og ekkert eitur á svæðinu.
Ást í Litlatré, að verki loknu
Það er nú samt þannig, hvað sem ferðamenn segja, á Krít eða annars staðar, að blómin okkar á Íslandi standast samanburð. Það þarf hendur með meiri elsku hér heima á Fróni til að rækta blóm, heldur en í heitum löndum þar sem allt blómstrar sem sett er í mold.
Þegar grape verður að sítrónum
Það er alltof algengt að unga fólkið sem ráðið er á kassana í stórmörkuðunum þekki ekki vörurnar sem það stimplar inn. Það henti mig í dag í Hagkaupum í Smáralind. Pilturinn var svo sem eldhress og gantaðist við þann sem var á undan mér í röðinni. Sjálfsöruggur bauð hann mér svo góðan dag og tók að vigta og verðleggja.