Úðaði á höggorminn

Einhvern veginn er maður slakari við bókalestur á björtum dögum eins og þessum sem nú umvefja okkur. Inni í húsi líkar manni miður að vera ekki úti í sólinni og úti við verða blaðsíðurnar of bjartar og þreyta augun. Klukkan sex í morgun var sólin komin á svalirnar hérna á sjöundu. Ég var þar úti og fylgdist með blaðberanum koma með kerruna sína að húsinu.

Lesa áfram„Úðaði á höggorminn“

Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni

Töfrar. Það er ekki einfalt að lýsa áhrifunum sem landslag kallar fram í hjarta manns þegar fegurst er á okkar blessaða landi. Töfrar. Líklega er það heppilegasta orðið til að segja frá og tjá. Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni. Yndislegur lengsti dagur ársins. Ég deili með ykkur fjórum brotum: Smellið á myndirnar og sjáið stærri gerðina

Lesa áfram„Sól í hverju strái. Hverri þúfu. Hverju sinni“

Ærið tilefni

Í tilefni dagsins bakaði ég pönnukökur um áttaleytið í morgun. Ásta þeytti rjóma og tók til trönuberjasultu. Síðan lagaði hún kakó. Við fögnuðum upphafi dagsins með rjómapönnukökum og kakói með þeyttum rjóma. Enda tilefnið ærið.

Lesa áfram„Ærið tilefni“

Kona með lús

Fékk á tilfinninguna um síðustu helgi að fiðrildin væru að leggja ungu birkihríslurnar okkar Ástu, í Litlatré, undir sig og orma sína. Mér er mjög annt um hríslurnar og fer gjarnan á milli þeirra og spjalla við þær. Oftast taka þær mér vel. En um síðustu helgi var búið að vefja laufblöðum utan um litlu gráu ormakvikindin á mörgum hríslum. Og ekkert eitur á svæðinu.

Lesa áfram„Kona með lús“