Hún á afmæli í dag

Þessi frábæra kona á afmæli í dag. Ég hitti hana fyrst fyrir fimmtíu árum. Aldrei hef ég hitt jafn óvenjulega, þolgóða og æðrulausa manneskju á ævi minni. Hún hefur alla tíð gert gott úr hlutunum og þar með bætt tilveru flestra sem hún umgekkst. Og aldrei ætlast til neins fyrir sjálfa sig.

Lesa áfram„Hún á afmæli í dag“

Og þá fór bíllinn að dansa

Ég kom út úr Húsasmiðjunni í Skútuvogi kl. 15:45. Hafði keypt eina dós af Benarolíu til að bera á útiborðið í Litlatré. Lagði dósina í aftursætið í bílnum og settist undir stýrið. Fann fyrir tilhlökkun að fara í sveitina á morgun og sönglaði smávegis. Og þá fór bíllinn að dansa. Hann dúaði. Furðulegt af bíl að smitast af kátínu eigandans.

Lesa áfram„Og þá fór bíllinn að dansa“

Mögnuð morgunstund

Var snemma á fótum í morgun, einn, og eftir að koma kaffinu í gang fór ég með bókina inn í bókaherbergið og las áfram. Þetta er ein af þessum bókum sem fyllir brjóst manns af blönduðum tilfinningum, vináttu og elsku. Og maður finnur fyrir því að vera einn og ófær um að virkja flæðið sem iðar eins og uppsprettulind innvortis. Þannig eru andvökur.

Lesa áfram„Mögnuð morgunstund“

Spennandi frétt

Tommy Lee Jones býr sig undir að leikstýra kvikmynd eftir skáldsögu Ernest Hemingway´s, Islands in the Stream. Hefur Tommy Lee þegar fengið stórleikarana Morgan Freeman og John Goodman til liðs við sig. Þannig hermir Lesbók í dag.

Lesa áfram„Spennandi frétt“

Gullmolinn

Þær sátu við næsta borð og ræddu af ákafa um líf sitt og töluðu fullum hálsi. Djarfar eins og þær væru einar heima í eldhúskróki og hægt að láta allt flakka. Þannig töluðu þær um maka sína og afkvæmi og hús og bíla og ferðalög og allt hvað eina og Siggu Bjarna, greyið, sem lenti í skilnaði og missti allt.

Lesa áfram„Gullmolinn“