Þessi frábæra kona á afmæli í dag. Ég hitti hana fyrst fyrir fimmtíu árum. Aldrei hef ég hitt jafn óvenjulega, þolgóða og æðrulausa manneskju á ævi minni. Hún hefur alla tíð gert gott úr hlutunum og þar með bætt tilveru flestra sem hún umgekkst. Og aldrei ætlast til neins fyrir sjálfa sig.
Og þá fór bíllinn að dansa
Ég kom út úr Húsasmiðjunni í Skútuvogi kl. 15:45. Hafði keypt eina dós af Benarolíu til að bera á útiborðið í Litlatré. Lagði dósina í aftursætið í bílnum og settist undir stýrið. Fann fyrir tilhlökkun að fara í sveitina á morgun og sönglaði smávegis. Og þá fór bíllinn að dansa. Hann dúaði. Furðulegt af bíl að smitast af kátínu eigandans.
Hákot, Háborg eða láglendi
„Ertu nú farinn að setja Dolly Parton á netið?“ spurði Ásta þegar hún kom heim úr vinnu í gærkvöldi og kíkti á síðuna mína. „Er það slæmt?“ spurði ég á móti. Hún sagði: „Þú hefðir einhvern tíma fussað yfir slíku uppátæki. Hún var ekki alltaf háttskrifuð hjá þér.“
Mögnuð morgunstund
Var snemma á fótum í morgun, einn, og eftir að koma kaffinu í gang fór ég með bókina inn í bókaherbergið og las áfram. Þetta er ein af þessum bókum sem fyllir brjóst manns af blönduðum tilfinningum, vináttu og elsku. Og maður finnur fyrir því að vera einn og ófær um að virkja flæðið sem iðar eins og uppsprettulind innvortis. Þannig eru andvökur.
Heiðrún bauð til veislu
Heiðrún Ágústsdóttir bauð til veislu í gær. Það var glæsileg veisla. Tilefnið var útskrift hennar sem stúdents frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þaðan kom hún verðlaunuð fyrir frábæran árangur í íslensku og öðrum valgreinum. Verðlaunin voru bókagjöf og viðurkenningarskjal.
Spennandi frétt
Tommy Lee Jones býr sig undir að leikstýra kvikmynd eftir skáldsögu Ernest Hemingway´s, Islands in the Stream. Hefur Tommy Lee þegar fengið stórleikarana Morgan Freeman og John Goodman til liðs við sig. Þannig hermir Lesbók í dag.
Gullmolinn
Þær sátu við næsta borð og ræddu af ákafa um líf sitt og töluðu fullum hálsi. Djarfar eins og þær væru einar heima í eldhúskróki og hægt að láta allt flakka. Þannig töluðu þær um maka sína og afkvæmi og hús og bíla og ferðalög og allt hvað eina og Siggu Bjarna, greyið, sem lenti í skilnaði og missti allt.
Mikilvægir endurfundir
„En tíminn líður, konurnar tala allar í einu og það er nánast ómögulegt að hefja samræður, og þaðan af síður að ræða eitthvað af viti.
Berfættur í móanum
Jörðin vaknar eftir vetrarsvefn. Örverur geispa eftir hvíldina og teygja úr sér. Fráhrindandi köngulær þjálfa nýtt göngulag og flottar randafluguhlussur þeytast um á feikna hraða með háværu suði.
Hlaðborð er glimrandi kostur
Kosturinn við hlaðborð er helstur sá, að maður getur sniðgengið það sem manni líkar illa. Þarf í öllu falli ekki að fá sér aftur af því. Einnig getur maður ráðið magninu sem maður neytir. Það er glimrandi kostur.