Spennandi frétt

Tommy Lee Jones býr sig undir að leikstýra kvikmynd eftir skáldsögu Ernest Hemingway´s, Islands in the Stream. Hefur Tommy Lee þegar fengið stórleikarana Morgan Freeman og John Goodman til liðs við sig. Þannig hermir Lesbók í dag.

Bókin, Islands in the Stream, sem er í þrem hlutum, var fyrst útgefin árið 1970, níu árum eftir andlát Hemingway´s. Hún var kvikmynduð 1977 með Georg C. Scott í hlutverki Thomas Hudson og leikstýrð af Franklin J. Schaffner. Sú mynd olli óskilgreindum vonbrigðum.

Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um listmálarann Thomas Hudson sem býr á eyjunni Bimini, (Mother of many Waters) og starfar þar. Hann er vinsæll og nýtur virðingar. Honum hefur gengið vel í list sinni en síður í tveim hjónaböndum. Hann kennir sonum sínum listina að glíma við stóra fiska. Er hann þeim þó fremur siðaprédikari en félagi.

Tveir sona hans fara til síns heima eftir sumarfrí hjá föður sínum. Nokkrum dögum síðar fær Hudson símskeyti um að þeir, ásamt móður þeirra, seinni konu hans, hafi látist í bílslysi. Í öðrum hluta bókarinnar ferst elsti sonur hans í bardaga. Hann var flugmaður í hernum.

Hemingway skrifar bókina á síðustu fimm árum lífs síns. Kannski fjallar hún um hugsanir manns sem horfir til baka yfir ævi sína, mann sem er á leið til hliðar eftir langan frægðarferil, ljóma og aðdáun samtíðarinnar. Manns sem örvinglun og þunglyndi steðjar að við hugrenningar um tilgangsleysi allra hluta. Og röltir einsamall eftir skógarstíg milli hávaxinna trjáa.

Röltir einmana eftir skógarstíg

Það verður lærdómsríkt að sjá hvernig Tommy Lee Jones tekst að kalla fram viðfangsefni bókarinnar.

2 svör við “Spennandi frétt”

  1. Myndin er tekin síðasta veturinn sem Hemingway lifði, í nágrenni heimilis hans, í Ketchum, Idaho.

  2. Flott mynd af karli, líklega ein sú áhrifaríkasta. Ljósmyndarinn fangar þunglyndið og einmanakenndina sem hrjáði þennan stílsnilling undir lokin. Ég veit reyndar ekkert hvenær hún var tekin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.