Hún var svolítið feimin í fyrstu. Kom fyrir hornið, stansaði augnablik og hvarf aftur. Litlu síðar endurtók hún þetta. Kom fyrir hornið, horfði raunar í aðra átt, tifaði, hvarf svo. Þetta endurtók hún nokkur skipti. Vægur gleðiskjálfti, kannski 1.5 á Richter, leið um hjartataugarnar í mér. Hún var komin.