Við sátum innan um bækur í litlu herbergi í kjallara í vesturbænum, þrír, og ræddum bækur. Síðan er liðinn fjórðungur úr meðalævi Íslendings. Þar kom í samræðunum að við tókum fyrir bækur sem við allir höfðum lesið. Kom þá í ljós að skoðanir okkar á efni bókanna og markmiði höfunda þeirra voru talsvert ólík.
Ein eða margar
„I will not be one person again,. …I will always be many….Give up the game of being one.“
„The Dreamers“. Isak Dinesen / Karen Blixen
Morgunblaðið
Ráðinn hefur verið nýr ritstjóri að Morgunblaðinu í stað Styrmis Gunnarssonar. Ég minnist þess þegar Styrmir var ráðinn, hvað við, þ.e. sá hópur sem ég umgekkst þau árin, vorum ánægð þegar kveðið var upp úr með ráðningu hans þegar Matthías Johannessen hætti. Mér hefur alltaf þótt Morgunblaðið vera eina alvöru dagblaðið á Íslandi. Og þykir enn.
Annar og þriðji í ókomnu sumri
Maður þykist vera á leiðinni á móti vorinu. Á móti sumrinu. Það er mikið bráðlæti. En auðvitað eigum við öll minningar um kaldan dag, sumardaginn fyrsta. Stundum snjóaði og engin varð hissa á því.
Grátstafir á sumardaginn fyrsta
Hann hringdi um morguninn á sumardaginn fyrsta. Við vorum í Llitlatré. Hann var á leið til vinnu. Malbikun frammi í Hálsasveit. Við Húsafell. Eftir fáein orð um almenn efni sagði hann:
Farinn aftur á stefnumót
Eins og ég gat um í fyrradag, þá ákvað ég að fara aftur á stefnumót í þeirri von að sú sem ég vænti mæti þar.
Að detta íða
„Stenst allt nema freistingar“, sagði Wilde. Þannig fer fleirum. Ég hef verið „áðí“ um skeið. Ætlaði að hætta um helgina, en það er alltaf sama sagan, þegar maður ætlar að taka sig á þá eykst nautnin. Þið þekkið þetta.
A little country somewhere in the nowhere
Þetta sagði þessi ágæti maður frá Palestínu í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Fordómar og baráttan við þá
Vika bókarinnar hjá félagi bókaútgefenda hefst í dag. Henni lýkur væntanlega næsta mánudag. Markmið vikunnar er að auka sölu á bókum. Það er hagsmunamál útgefenda í peningum.
Stefnumótið – hún mætti ekki
Það voru mikil vonbrigði að hún mætti ekki. En á næsta bekk var par sem ástin hafði vitjað.