Við sátum innan um bækur í litlu herbergi í kjallara í vesturbænum, þrír, og ræddum bækur. Síðan er liðinn fjórðungur úr meðalævi Íslendings. Þar kom í samræðunum að við tókum fyrir bækur sem við allir höfðum lesið. Kom þá í ljós að skoðanir okkar á efni bókanna og markmiði höfunda þeirra voru talsvert ólík.
Engum okkar datt í hug að krefjast þess að hans skoðun væri réttari en hinna. En við lögðum okkur fram um að reyna að skilgreina markmið höfunda bókanna. Hvað þeir vildu segja með textunum og hvers þeir væntu af lesendum sínum. Þetta eru að sjálfsögðu viðfangsefni ótal margra og mun svo verða um ókomin ár, því að sérhver kynslóð greinir bókmenntir með augum sinnar samtíðar.
Pistill séra Svavars Alfreðs, á Moggablogginu síðdegis í dag, fékk mig til að rifja upp hugleiðingar um efnið sem ég setti fram í pistlum fyrir þrem árum.
Með vinsamlegri kveðju vísa ég til þeirra hér og hér, svona eins og til þess að undirstrika hvað sjónarhorn og skilningur geta verið ólík, eins og hjá náungunum þremur sem sagt er frá í fyrstu málsgrein.
Takk fyrir góð orð. Shalom v’kol tuv!
Flottar pælingar, Óli. Gef þér Amen dagsins fyrir þær. Pax et bonum! Svavar Alfreð