Horfðum á Le plus grand cabaret du monde í kvöld í sjónvarpinu
á France 2. Glæsileg atriði og flott sýning. Úrvals skemmtiefni.
Heillandi setning snemma morguns
„Hvað eigum við að biðja um?“ sagði ég.
„Þið eigið að biðja um það að Guð vísi ykkur veginn til annars fólks og gefi ykkur innsýn í þjáningar annarra manna. Þetta eigið þið að biðja um en ekki allt þetta drasl sem þið eruð sífellt að hugsa um.“
Dásamleg bókavika
Ég eignaðist nýja bók í vikunni. Keypti hana hjá Amazon.com. Það er dásamleg bók. Hef varla litið upp úr henni. Svona getur lífið verið eftirlátt.